Skógá undir Eyjafjöllum er 4ra stanga lax og silungsveiðiá. Veiðin, árin á undan gosinu, var mjög góð og stundum hreint út sagt frábær en árin 2010-2012 var áin í lægð.
Skógá byggir á seiðasleppingum. Að öllu jöfnu er 25-35þ seiðum sleppt.
Mest var veiðin sumarið 2008 þegar 1.537 laxar og um 500 bleikjur komu á land.
ALMENNAR UPPLÝSINGAR
Fjarðlægð: Um 150 km frá Reykjavík, ca. mitt á milli Víkur og Hvolsvallar.
Agn: Fluga og maðkur
Veiðitími: Veitt er frá morgni til kvölds, max 12 klst.
Fjöldi stanga: 4 – yfirleitt seldar saman í pakka
VEIÐIHÚS: Veiðihús verður að öllum líkindum klárt fyrir upphaf veiðitímabilsins 2023 – gisting í húsinu fylgir með leyfunum en húsgjald bætist við hvert holl, kr. 50.000. Innifalið er uppábúið og þrif.
Heimilt er að taka 2 laxa á hverja stöng, á dag. Öðrum Laxi skal sleppt aftur.
VEIÐISVÆÐIÐ: Svæðið sem veitt er á samanstendur af um 7 kílómetra kafla Skógár, 2km kafla Kvernu og 1,5 km kafla Dalsár. Svæðið er afar fjölskylduvænt og gott aðgengi er að hyljum.
Image | Vara | Verð | Staða | Staðsetning | Tímabil | Aðgerð | hf:tax:product_cat | hf:tax:product_tag |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Skógá - 20. október 2023 - 4 stangir í 1 dag - Heill dagur | 80.000kr. | 1 á lager | Laxveiði, Silungsveiði, Skálholt, Skógá, Suðurland, Veiðileyfi | Október | Skoða | laxveidi silungsveidi skalholt skoga sudurland veidileyfi | oktober |