Veiðin í Eystri Rangá endaði í 16 löxum í gær, sem eru með betri opnunardögum á undanförnum árum. Þegar veiðimenn hófu veiðar í dag, þá var áin í um 30 rm og töluvert skoluð. Morgunvaktin skilaði 6 löxum. Þegar leið á daginn, þá skánuðu skilyrðin í ánni  enda var síðari vaktin enn betri og endaði hún líklega í 12 löxum og dagurinn í um 18 löxum. (Eigum e. að fá lokatölur) Veiðimenn á Bátsvaðinu settu í um 10 laxa í eftirmiðdaginn og lönduðu 6 af þeim og voru flestir lúsugir. Það er ánægjulegt að sjá hvað Eystri Rangáin byrjar vel.

Hér er nokkrar myndir frá deginum – Bjarki Már Jóhannsson og Jakob Hinriksson með 2 af löxum daxins.