Mýrarkvísl er ein af hliðarám Laxár í Aðaldal. Veiðitímabilið er hafið fyrir löngu í Mýrarkvísl en flestir þeirra sem heimsækja Kvíslina i júní eru að sækja hana heim vegna urriðans í ánni – mikið er af urriða í ánn og þeir stærstu sem veiðast ár hvert eru vel yfir 60 cm langir. Erlendir veiðimenn sem voru í ánni í gær, með leiðsögumönnum, gengu hinsvegar fram á laxa í 2 hyljum í ánni. Á stað nr 4 var um 3kg smálax sem tók flugu veiðimanns, hreinsaði sig í loftköstum og losaði sig við fluguna og í Nafarhyl, nr 26 sá veiðimenn stórlax, ca. 6 kg fisk – laxinn tók í fyrsta kasti en var á, aðeins í nokkrar sekúndur. Enginn lax endaði í neti leiðsögumanna, en laxinn er klárlega mættur í Mýrarkvísl.

Við eigum nokkur laus holl í Mýrarkvisl í sumar en þess má geta að íslenska gamanmyndin „Síðasta Veiðiferðin“ var tekin upp í Mýrarkvísl síðasta sumar, en myndin sló í gegn í vetur hér á klakanum.

Mynd: Erlendur veiðimaður með lax úr ánni, frá í fyrir 2 árum.

Hérna eru laus holl