Silungasvæði Ófæru er fjögurra stanga veiðisvæði og eru stakar stangir seldar. Veiðisvæðið samanstendur af Syðri-Ófæru annarsvegar og Nyrðri-Ófæru hinsvegar. Góð veiði hefur verið á svæðinu flest undanfarin ár og er fyrst og fremst um fallega bleikju að ræða.

Einstök náttúrufegurð er á svæðinu, Ófærufoss er einstaklega fallegur foss í ánni Nyrðri-Ófæru og fellur í tveimur fossum ofan í Eldgjá. Í hylnum fyrir neðan fossinn leynast oft vænar bleikjur og er þar um einn stórbrotnasta veiðistað landsins að ræða.

Verð veiðileyfa er kr. 4.900 á stöngina.