Sogið hefur verið tiltölulega rólegt í sumar – engin stjörnuveiði en þó hafa komi mjög líflegar vaktir á ýmsum svæðum. Bíldsfellið skilaði t.d. fínni veiði síðustu 2 vaktir á aðeins 2 stangir.

Veiðimenn sem kíktu í Bíldsfellið síðustu 2 vaktir settu í 8 laxa og 6 þeirra snertu bakkan, áður en þeir renndu sér útí hylinn aftur. Bæði var um að ræða nýja fiska í ánni og eldri fiska. Flest svæði voru að gefa – bæði neðri hlutinn með Neðra Hornið og Tóftina mjög sterka staði, en einnig komu fiskar á Breiðunni og Görðunum.

Auka afli með laxinum er svo bleikjan sem er á svæðinu en í dag komu all nokkrar í stærðinni 45-63 cm á land.

Næstu 2 dagar eru lausir í Bíldsfellinu – hægt er að bóka staka daga eða vaktir, án húss. Hafið samband í [email protected] eða 8973443.