Fyrsti laxinn þetta sumarið sást stökkva við Neðra Horn í Bíldsfellinu, í dag 6. júní.

Veiðisvæðið við Sog Bíldsfell er vesturbakki Sogsins frá útfallinu fyrir neðan Írafossstöðina og niður að Tunguánni þar sem veiði fyrir landi Torfastaða hefst.

Veitt er með 3 stöngum á svæðinu og eru þær yfirleitt seldar allar saman – en valda daga í júni þá er hægt að kaupa staka daga og stakar stangir í Bíldsfelli – Verð á stangardag er kr. 38.900.

Veitt er frá morgni til kvölds, frá 7-13 og 16-22

Sjá lausa daga hérna.

Mynd: júní lax frá Alviðrusvæðinu