Fínn gangur hefur verið í Soginu frá því um 25 júní – fiskar að veiðast flesta daga og líf á flestum svæðum. Nú er stórstreymi um helgina og má búast við að góðum göngum.

Veiðimaður sem var við veiðar á Breiðunni og Görðunum í Bíldsfellinu í kvöld sagði að það væri mikið líf á svæðinu – Hann fékk 2 smá laxa og sá nokkra stökkva. Svo var flott bleikja meðafli kvöldsins. Báðir laxar komu á neðri Garði. Sjá  meðfylgjandi myndir.

Það er eitt holl laust í Bíldsfellinu á næstu dögum – það er 10-12. júlí. Þar sem skammur tími er til stefnu, þá er hollið á enn betra verði