Veiðin í Vatnamótunum er búin að vera frábær frá því veiða hófst þann 1.apríl. Síðasta holl, sem lauk veiðum á hádegi í gær, var með 207 skráða fiska. Að sögn veiðimanna, þá var fiskur útum allt. Hollið sem hóf veiðar um miðjan dag í gær, var með um 70 fiska á fyrstu vaktinni. Nú eru komnir í bókina ca. 540 fiskar á fyrstu 7 veiðidögunum. Mögnuð veiða.

Eins og við nefndum áður, í annari frétt, þá helst veiðin oft góð í Vatnamótunum vel fram í maí mánuð. Mikið af fiski á augljóslega eftir að fikra sig neðar í vatnakerfinu, í átt að Vatnamótnum, úr ánum ofar.

Við eigum nokkra lausa daga og þá má sjá hérna.