Hlíðarvatn í Selvogi er eitt gjöful­asta vatn til bleikjuveiða á land­inu. Vatnið er 332 hektarar að flatarmáli eða 3,3 ferkíló­metrar. Það er fremur grunnt og meðald­ýpi þess er um 2,9 metrar. Hlíðarvatn er í eigu Strand­ar­kirkju en kirkjan á jarðirnar fjó­rar sem umlykja vatnið. Fimm veiðifélög skipta veiðidögum með sér í vatninu. Stangaveiðifélagið Árblik er eitt þeirra. Félagið leigir út 2 stangir ásamt veiðihúsi. Stangirnar eru leigðar út saman. Húsið er notalegt, gistrými er fyrir 5. Sjá nánar hér.

Veiða.is sér um sölu veiðileyfa fyrir Árblik.

Nú höfum við hjá veiða.is sett saman Hlíðarvatnsbox en það er hugsað ekki síst handa þeim sem sjaldan hafa sótt vatnið heim en vilja fá upplýsingar um ákjósanlegar flugur. Við fengum heilmargar ábendingar um góðar flugur frá unnendur vatnsins en einnig höfðum við til hliðsjónar bækling sem Stangaveiðifélagið Stakkavík gaf út um Hlíðarvatnið. Þar er listi yfir þær flugur sem gefið hafa vel í vatninu.

Alls ekki er um tæmandi lista að ræða. Boxið geymir 18 flugur sem er góður grunnur að flottu Hlíðarvatnsboxi. 

Hér að neðan er hægt að skoða boxið

Almennt verð fyrir boxið er kr. 4.500

Þeir sem skráðir eru á póstlista veiða.is fá boxið á kr. 4.100

Þeir sem kaupa Híðarvatnsbox um leið og þeir kaupa veiðileyfi í Hlíðarvatni, fá boxið á kr. 3.980

Kaupa boxið
{gallery}Hlidarvatnsbox{/gallery}
Kaupa boxið

[email protected]