Eins og við sögðum frá um daginn þá sáumst fyrstu laxarnir í Hvolsá og Staðarhólsá fyrir all nokkur síðan. Veiði hófst síðan gær og þar var á ferðinni hópur sem hafði aldrei komið í ána áður – það tók hinsvegar ekki langan tíma að ná fyrsta laxinum á land – smálaxi úr veiðistað nr. 8, Brunnárfljóti. Hún Linda er með laxinn á myndinni hér að framan.

Það eru örfá holl laus í júlí og við munum selja 2+2 stangir inná sum þeirra. Þá þarf ekki að manna allar 4 stangir til að bóka, heldur má taka 2 stangir – ef allar stangir bókast, í tvennu lagi, þá þurfa veiðimenn að deila húsinu. Hérna má bóka stangir í helgartengdu holli.

Yfirlit yfir laus holl má sjá hérna.

Í Hvolsá og Staðarhólsá má veiða á maðk og flugu – lax og bleikja er í ánni – mjög gott veiðihús stendur veiðimönnum til boða.