Laxá í Aðaldal er ekki bara mjög góð laxveiðiá, heldur geymir hún einn sterkasta urriðastofn landsins. Á hverju ári veiðast nokkur þúsund urriðar í Laxá og Veiðin á bestu svæðunum er á milli 400-800 urriðar á sumri. Veitt er á 2 stangir á flestum urriðasvæðanna. Meðalstærðin er á milli 2 og 3 pund en árlega veiðast fiskar nálægt 10 pundum og töluvert veiðist af urriðum á bilinu 4-6 pund. Einungis er veitt á flugu á svæðinum í Aðaldalnum. Frábær þurrfluguveiði er á þessum svæðum, í réttu veðri en púpuveiði með tökuvara er samt algengust. Þó er töluvert af veiðimönnum sem kjósa helst að veiða með straumflugum á þessum svæðum.

Nú höfum við hér á veiða.is, tekið í sölu 3 af bestu urriðasvæðunum í Laxá í Aðaldal. Um er að ræða efstu tvö svæðin: Presthvamm á austurbakkanum og Staðartorfu á vestubakkanum, – og síðan Syðra Fjall. Öll eru þessi svæði frábær urriðasvæði. Veitt er með 2 stöngum á hverju þessara svæða, samtals 6 stangir. Seldir eru stakir dagar, stundum Stakar vaktir, 1 eða 2 stangir í senn.

Verð veiðileyfa er mjög sanngjarnt en dagstöngin kostar einungis krónur 15.000. Ekkert veiðihús fylgir þessum svæðum, en tiltölulega auðvelt er að finna gistingu mjög nálægt ánni, – bæði í gistiheimilum og sumarhúsum.

Upplagt er fyrir stóra og litla hópa að bóka nokkra daga í Aðaldalnum og prófa þessi frábæru svæði. Sendið okkur póst og við aðstoðum við að finna dagsetningar þar sem hægt er að fara frá einu svæði yfir á það næsta, yfir nokkra daga tímabil.