Laxá er nett tveggja stanga á sem á sér sameiginlegan ós við Straumfjarðará. Í hana gengur lax og töluvert af bleikju og sjóbirtingi. Áin hefur ekki verið í almennri sölu í all nokkur ár, þar til við tókum hana í sölu sumarið 2023.

Veiðisvæðið í Laxá er tæplega 10 km og liggur frá Snæfellsnesvegi og niður að ármótum Straumfjarðarár. Áin er friðuð fyrir ofan veg.

Seldir eru stakir dagar, frá morgni til kvölds. Eingöngu er veitt í 5 daga í hverri viku. Föstudaga – Laugardaga – Sunnudaga – þriðjudaga – Miðvikudaga

Seldar eru 2 stangir og þær eru seldar saman í pakka. Verðið er fyrir 2 stangir.

Veiðitíminn er að miklu leyti frjáls en hámark 12 tímar á milli klukkan 7:00 og 22:00.  Taka verður að amk. 3 tíma pásu innan þessa tíma.

Eingöngu fluguveiði og öllum fiski sleppt.

Hérna má finna leyfi í Laxá í Miklaholtshreppi.