Laxveiðitímabilið er að hefjast og fyrstu köstin verða tekin í Blöndu eftir um vikutíma. Nú í dag fékkst staðfest að laxinn er mættur í Blöndu en vænn 2ja ára fiskur sást á damli í Damminum – hann var vafalaust ekki einn á ferð. Spennandi verður að sjá hvernig veiðin fer af stað í næstu viku.
Júní mánuður er að mestu seldur en stakar stangir lausar í fyrrihluta mánaðarins, í 2 hollum.
Hérna má finna yfirlit og lausa daga á svæðum Blöndu í sumar.
 
			
					 
													 
				 
				 
				 
				 
				