Það er ekki oft sem maðkaopnanir losna, enda eru þeir dagar mjög vinsælir þegar maðkur og spúnn bætist við sem leyfilegt agn, eftir tímabil þar sem fluguveiði er ráðandi. Nú ber svo við að fyrstu daganir í september á Borgarsvæðinu eru lausir. Fluga er eina leyfilega agnið frá júní og fram að hádegi 1. september, en frá þeim tíma má einnig veiða á maðk og spún á svæðinu.

Borgarsvæðið í Hólsá/Ytri Rangá geymir nokkra þekkta veiðistaði eins og „Borgina“, „Staurinn“ og „Straumey“. Frábærir staðir sem gefa oft mikið af fiski. 

Hérna má finna upplýsingar og verð á Borgarsvæðinu í sumar.