Veiðin í Norðurá hefur verið fín síðustu daga, þrátt fyrir mikla vatnavexti sem hefur gert veiðimönnum erfitt fyrir. Áin sló uppí 80 rúmmetra í gær, þegar mest var sem er 4 sinnum meira en þegar aðstæður eru hvað bestar. Veiðimenn sem voru við ána þurftu að hugsa útfyrir boxið til að átta sig á legustöðum laxins. Þorsteinn Stefánsson leiðsögumaður við ána var við veiðar í gær og náði þessum 2 flottu löxum á land. Það sést vel á myndunum hversu bólgin áin var – hægt var að fylgjast með Þorsteinni á „Veiðisnappinu“, fyrir þá sem eru með það í símanum sínum.
Fram undan er stækkandi straumur sem nær hámarki 21-24 júní. Næstu daga munu daglegar göngur uppí Norðurá klárlega stækka og verður spennandi að sjá hvort spár manna reynist réttar, að í kringum stóra strauminn þá verði veiðin í Norðurá komin á fullan snúning. Í gærkvöldi voru á milli 70 og 80 laxar komnir í veiðibókina og miðað við myndir sem hafa birtst á samfélagsmiðlum í morgun, þá hafa all margir laxar komið á land frá því klukkan 8 í morgun, enda áin að nálgast kjör stærð, komin niður undir 30 rm.
Á næstu dögum þá eigum við Örfáar lausar stangir, í hollunum 15- 18, 18-21. og 21-24. júní. Sjá hér.
 
			
					 
													
 
				 
				 
				 
				 
				