Þurrfluguveiði er af mörgum talin eitt skemmtilegasta form fluguveiði. Ákveðin dulúð hefur verið yfir þessu formi veiðinnar, kannski vegna þess að í gegnum tíðina þá hefur ekki mikið verið rætt um þessa aðferð.
Síðustu sumur hefur þeim fjölgað sem beita þessari aðferð. Í fréttabréfi veiða.is í vetur höfum við fjallað töluvert um þurrfluguveiði. Í fréttabréfinu sem kom út 26. nóv ræddum við við Gústaf Gústafsson sem heldur útí vefnum www.50dagar.com. Sumarið 2012 heimsótti hann urriðasvæði í Laxá í Aðaldal þar sem þurrflugunni var beitt í miklu mæli. Hann myndaði heimsókn sína á þessu svæði eins og sjá má hér. Í fréttabréfinu sagði hann m.a. „Í mínum huga skiptir höfuðmáli að vera eins létt klæddur og aðstæður leyfa, með þægilegar græjur, létta stöng, góða línu sem auðvelt er að kasta og fellur vel á vatnið og vel balanseraðan taum. Varðandi tauminn finnst mér best að skipta honum í sverari ca 2/3 lengd og svo grennri ca 1/3. En þetta er bara mitt smekksatriði og sjálfsagt eru til betri leiðir. Það er líka ákveðinn kostur að geta skipt um grennri endann án þess þurfa að skipta öllum taumnum út, auk þess sem mér finnst betra að kasta slíkum taumi ef einhver vindur er.“ og einnig „Persónulega finnst mér þurrfluguveiði fyrir urriða skemmtilegasta fluguveiði sem ég hef prófað“.
Sérviska manna er mikil þegar kemur að þurrfluguveiði, hvort sem rætt er um búnað og taum eins og Gústi gerir að ofan, eða þegar kemur að flugnavali. Eins og allir fluguveiðimenn vita þá eiga allir veiðimenn sínar uppáhalds flugur sem þeir nota mest. Sama gildir i þurrfluguveiðinni, menn eignast fljótt sínar uppáhalds flugur en samt er það svo að veiðimenn uppgötva einnig að gríðarlega mikilvægt er að prófa margar tegundir og ekki síst, margar stærðir.
Í ljósi þeirrar umræðu sem við höfum staðið fyrir í fréttabréfinu og því að við höfum heyrt að margir ætli sér að prufa að veiða á þurrflugu í sumar, þá ætlum við bjóða gestum vefsins flott þurrflugubox til sölu á góðu verði. Þeir sem skráðir eru á póstlistann hjá okkur fá boxið reyndar á enn betra verði.
Hér að neðan má sjá boxið og flugurnar sem í því eru – Í boxinu eru 17 flugur; margar af þeim nafntoguðstu í þurrfluguveiðinni og allar mjög öflugar – Flugurnar eru sérvaldar af Júlla í Flugukofanum í Keflavík. – boxið er fínn grunnur sem hver veiðimaður getur byggt þurrflugusafnið sitt á.
Almennt verð fyrir boxið er kr. 4.950
Póstlistaverðið er kr. 4.550
{gallery}turflugubox{/gallery}