Veiðisvæðið er vatnamót Skaftár, Fossála Breiðbalakvíslar og Hörgsár.
VATNAMÓTIN eru einn besti og gjöfulasti veiðistaður á Íslandi. Þar veiðist aðallega sjóbirtingur, veiðst hafa fiskar yfir 20 pund, einnig lax og bleikja. Veiðisvæði Vatnamóta, sem er fimm stanga svæði, er á söndunum austan Kirkjubæjarklausturs, þar sem Hörgsá, Fossálar og Breiðabakkakvisl ásamt smærri lækjum, sameinast jökulvatni Skaftár. Vatnamótin eru stórt vatnasvæði með mörgum mögulegum veiðistöðum. Sandbotnin er síbreytilegur og verða veiðimenn að leita fyrir sér með líklega veiðistaði. Hægt er að veiða frá bakka á 4-5 km. Svæði. Bakkarnir eru mestu grónir en gróður er viðkvæmur akið því ekki utan slóða. Þótt Vatnamót séu þekktust fyrir sjóbirtingsveiði, veiðast þar bæði lax og bleikja.
Hefur veiðinni á veiðisvæðum Vatnamóta lítið verið sinnt á veiðitíma lax og bleikju. Leiðin á veiðisvæðið er greið og vel merkt ekið er austur fyri Fossála og beygt til hægri á afleggjara sem merktur er Hraunból (sjá kort) Vegurinn er fólksbílafær niður að bökkunum, en fara þarf yfir óbrúaða læki og gæta þarf fyllstu varúðar. Ekki er ráðlagt að fara um efsta og neðsta svæði Vatnamóta nema á fjórhjóladrifsbílum.
Veiðitímabil og verð
Vorveiði: 1. apríl – 20. maí kr. 13.500 pr. st
Sumarveiði: 21. mai – 31. júlí kr. 5.500 pr. st
Sumarveiði ágúst: 1. ág – 15. ág. kr. 12.500 pr. st
Sumar-haust veiði: 15. ág. – 20. okt kr. 26.000 pr. st
Veiðleyfi og nánari upplýsingar:
LAUS VEIÐILEYFI eða sendið póst á [email protected]
{gallery}vatnamotin{/gallery}