Mýrarkvísl er ein af mörgum hliðarám Laxár í Aðaldal. Eins og Laxá í Aðaldal er Mýrarkvísl þekkt fyrir góða meðalþyngd og undurfagurt umhverfi. Mýrarkvísl rennur út í Laxá í Aðaldal um fjórum kílómetrum frá ós Laxár. Þrátt fyrir að vera hliðará Laxár þá er ekki hægt að segja að árnar séu líkar. Mýrarkvísl er frekar nett veiðiá sem þarf að fara nokkuð varlega að til þess að ná góðum árangri. Mýrarkvísl er rúmlega 31 kílómetra löng og á upptök sín í Langavatni og ólíkt flestum íslenskum veiðiám þá er lítið um miklar fyrirstöður fyrir laxinn fyrr en við Reykjafoss en í honum eru tveir miklir laxastigar.
Hér er kort af Mýrarkvísl

•    Meðalveiði síðan 1974 er 222 laxar.
•    Deilir ós með Laxá í Aðaldal.
•    Stórbrotin náttúrufegurð.
•    Ævintýralegt aðgengi að mörgum veiðistöðum.
•    Urriði og lax.
•    Eingöngu er veitt á flugu í Mýrarkvísl.
•    Veit og sleppt.
•    Veiðileyfi í Langavatni fylgir með veiðileyfum í Mýrarkvísl en í vatninu er allt agn leyfilegt.
•    Veiðihús fylgir með kaupum á veiðileyfum

Veiðileyfin í Mýrarkvísl eru inni á veiða.is

{gallery}myrarkvisl{/gallery}

Hér er veiðistaðalysing frá Mýrarkvísl.

Mýrarkvísl er skipt í þrjú svæði og veiðir ein stöng á hverju svæði. Vinsælasta veiðisvæðið hefur jafnan verið í giljunum á svæði 2 og eru það sennilega bestu stoppustaðirnir í ánni. Aðkoman að veiðistöðum er öllu að jafna góð en í gilinu á það ekki við, það þarf að klöngrast töluvert og meira að segja hanga í köðlum til að ná í suma staði. Neðsta svæðið er mjög skemmtilegt og er þar alla að jafna nokkuð af urriða og allur laxinn gengur þarna í gegn og getur oft verið gaman að veiða þarna þegar laxinn er að ganga. Efsta svæðið er þar sem Mýrarkvísl á upptök sín í Langavatni en það er helsta hrygningarsvæðið árinnar og til að vernda stofninn hefur verið ákveðið að banna dráp á laxi á svæði 3. Á svæði 3 er einnig talsvert af urriða þar sem hann gengur úr vatninu og í ánna.

Veiðihúsið við Mýrarkvísl er Geitafell sem er staðsett við suður endann á Langavatni í um það bil 5 mínútna fjarlægð frá efsta svæði árinnar. Í húsinu eru 4 svefnherbergi með tveimur rúmum hvert, ásamt eldhúsi með öllum nauðsynlegum áhöldum. Gasgrill er við veiðihúsið. Veiðihúsið var allt gert upp, veturinn 2014-15.

Mýrarkvísl er skemmtileg á fyrir litla hópa og fjölskyldur, hún hentar vel fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna í veiði. Þó svo Mýrarkvísl sé aðallega laxveiðiá þá er vert að gefa urriðanum gaum, það er mikið af honum og hann getur orðið mjög stór líkt og annarstaðar í vatnakerfinu, s.s. í Laxá í Mývatnssveit og Laxá í Laxárdal.

Nánari upplýsingar: 

info@veida.is