Eystri Ranga
Stadsetning: Suðurland, rétt um 95 km frá Reykjavik, rétt vestan við Hvolsvöll.
Veiðitímabil: 15. júní til 20.
Prime time: 15. júlí til 25. ágúst
Meðalveiði: 10 ára meðaltal, 4645 laxar(18 rods)
Meðal þyngd: ca. 6 pund
Veiðitími:
1. júlí til 1. ágúst – Frá 7-13 og 16-22
1. ágúst til 10. sept – Frá 7-13 og 15-21
10. sept til loka tímabilsins – Frá 7-13 og 14-20
Reglur:
Í ánni eru leyfðar 18 stangir á 9 svæðum, svæði 1-9 og eru 2 stangir á hverju svæði. Um hverja stöng mega vera 2 veiðimenn og skulu þeir þá vera saman á veiðistað. Ef veiðimenn eru staðnir að því að nota fleiri stangir en leyfilegt er, mega þeir búast við því að vera vísað úr ánni þann daginn. Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn. Í hléinu skipta menn um svæði þannig að þeir veiða á svæðinu fyrir neðan það svæði sem þeir veiddu á um morguninn.
Til athugunar: Öll skráning á afla er í veiðiþjónustuhúsi Veiðifélagsins sem staðsett er við Veiðihúsin við Eystri Rangá á svæði 4. Ekið er að veiðihúsunum frá þjóðvegi 1 um km fyrir austan Djúpadal. Þar er alltaf heitt á könnunni og aðstaða til að ganga frá fiski og skrá í veiðibók. Einnig er þar kælir undir afla og allar upplýsingar um veiði. Þar geta veiðimenn fengið laxaplast áður en veiðar hefjast undir afla og eru þeir beðnir um að ganga frá hverjum laxi sér í poka til hægðarauka í vigtun og skráningu einnig er mjög gott að hafa plast til að geta flutt stórar hrygnur í lifandi í klakkistur.
Klakkistur: Félagið hefur sett upp klakkistur við helstu veiðistaði og eru stórlaxar keyptir af veiðimönnum. Miðað er við lax sem er 90 cm á stærri, óháð kyni. Veiðimenn fá 50% af þyngd laxsins sem þeir setja í klakkistur í formi reykts stórlax. Einnig er fallegur sjóbirtingur og fallegar bleikjur stærri en 60 cm keyptar af veiðimönnum fyrir 50% af þyngd í reyktum laxi.
Eystri Rangá sameinast Þverá um 5 km. austan við ármót Ytri Rangár og Þverár. Hún er allmikið vatnsfall, (30 rúmm./sek.) um það bil 60 km. löng, lindá með sterk dragáreinkenni. Um 18 km. ofan ármóta fellur Fiská til hennar frá austanverðu og Stokkalækur frá vestanverðu, nokkru neðar. Eystri Rangá er fiskgeng um það bil 22 km. upp að Tungufossi hjá Árgilsstöðum. Meðalveiði síðustu tíu ára er 4645 laxar.
Contact info
E-mail: [email protected]
Tel: +354 897 3443