Hítará
Almennar upplýsingar
Staðsetning: Mýrar, um 100 km. frá Reykjavík
Veiðisvæði: Veiðisvæði árinnar nær frá ósi að Úrhyl á mörkum Hítarár og Grjótár.
Tímabil: 18. júní til 20. september
Veiðileyfi: Seldir eru tveir eða þrír dagar í senn frá hádegi til hádegis.
Daglegur veiðitími: Kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00 til 15. ágúst en þá fer seinni vaktin í 15:00 – 21:00
Fjöldi stanga: Fjórar stangir á tímabilinu 18. júní til hádegis 8. júlí, sex stangir frá 8. júlí til hádegis 6. september en þá er aftur veitt á fjórar stangir.
Leyfilegt agn: Fluga
Vinsælar flugur: Hitch og smáflugur
Meðalveiði: Um 690 laxar á ári.
Kvóti: Leyfilegt er að drepa 2 laxa á meðan veiðitíma stendur þannig að hver stöng fer heim með hámark 2 laxa að veiðitíma loknum.
Hítará hefur verið ein vinsælasta á landsins og hefur selst upp ár eftir ár. Veiðin hefur verið einstaklega góð en áin er mjög hentug fyrir hópa og fjölskyldur.
Veiðihús Jóhannesar á Borg við árbakkann hefur átt sinn þátt í vinsældum Hítarár. Veiðistaðirnir Breiðin og Kverk eru við húsið og oft á tíðum er frábær skemmtun að fylgjast með veiðimönnum kljást við laxa fyrir framan húsið. Veiðistaðir í Hítará eru fjölbreyttir og aðgengi að þeim er gott. Fjórar stangir eru á svæðinu til 8.júlí en eftir það er veitt á sex stangir fram að 6. september en þá fækkar stöngum aftur niður í fjórar. Hítará er fjölbreytt og umhverfið ægifagurt. Áin hentar einstaklega vel til fluguveiða og þá sérstaklega fyrir veiðar með gárutúpum. Áin hentar frábærlega fyrir veiði með einhendum, flotlínum og smáum flugum. Fiskurinn er ekki mjög stór að jafnaði en inn á milli leynast stórlaxar.
Leyfilegt er að drepa 2 laxa á meðan veiðitíma stendur þannig að hver stöng fer heim með hámark 2 laxa að veiðitíma loknum. Eftir það má veiða og sleppa. Öllum laxi yfir 70 cm skal sleppt. Neyðist menn til að drepa stórlax vegna tálknblæðingar gengur hann til veiðihússins. Sömuleiðis, verði menn að drepa lax umfram leyfilegan kvóta, gengur sá fiskur til veiðihússins.
Veiðihús
Veiðihús
Herbergi: 6 tveggja manna herbergi
Svefnpláss: Fyrir 12 manns
Vöðlugeymsla: Já
Fjöldi sænga: Uppábúið
Veiðihúsið fyrir Hítará I er hið fornfræga veiðihús Lundur og er þar allt til staðar fyrir veiðimenn. Í húsinu er full þjónusta eins og gerist á hótelum þ.e. fæði, sængurföt og handklæði. Búið er um rúmin daglega og öll þrif innifalin í verði.
Nýtt 6 svefnherbergja hús mun verða reist í stað hins gamla Sels. Húsið mun verða innréttað með glæsilegri aðstöðu fyrir veiðimenn þar sem hver stöng hefur 2ja manna herbergi og sér baðherbergi með sturtu.
Skyldufæði er allan veiðitímann. Fæðiskostnaður er 15.000 kr. pr. mann pr. dag á tímabilinu 18.júní til 30. júní og aftur á tímabilinu 27. ágúst til 20. september. Fæðiskostnaður er íburðarmeiri yfir hásumarið og kostar 25.000 kr. pr. mann pr. dag á tímabilinu 30.júní til 27. ágúst. Ef óskað er eftir dýrari matnum snemmsumars og síðsumars er hægt að útvega það fyrir allt hollið.
Það skal áréttað að veiðimenn eru góðfúslega beðnir að ganga vel um veiðihúsið og taka vel til eftir sig. Veiðimenn mega koma í húsið einni klst. fyrir veiðitíma og ber að rýma það einni klst. eftir að veiðitíma lýkur. Í veiðihúsinu mega dveljast tveir fyrir hverja selda stöng.