Hofsá

Veiðitímabil: 25. júní til 25. september
Fjöldi stanga: 7
Agn: Fluga.
Veiðihús: Fullbúið veiðihús með allri þjónustu.
Veiðireglur: Öllum laxi sem er 69 cm eða stærri skal sleppt.

Veiði undanfarin ár:
2014 – 657 laxar
2013 – 1.203 laxar
2012 – 1.008 laxar
2011 – 956 Laxar
2010 – 1.046 laxar
2009 – 1.143 laxar
2008 – 1.226 laxar
2007 – 1.435 laxar

Hofsá í Vopnafirði á aðalupptök sín á heiðarsvæði sunnan Fossdals. Í hana fellur meðal annars afrennsli Sænautavatns, sem er í 67 km. fjarlægð frá sjó. Hofsá fellur í Vopnafjörð skammt innan við kaupstaðinn og er laxgeng rúma 30 km. að fossi hjá samnefndu býli. Þetta er fornfræg veiðiá og halda þeir, sem þar komast einu sinni að, yfirleitt mikilli tryggð við ána.
Ýmsar ár og lækir falla í Hofsána. Mest af þeim er Sunnudalsá, sem fellur frá hægri í aðalána, fremur neðarlega. Þar hefur ætíð verið nokkur laxveiði. Samanlagt vatnasvið er 1100 ferkm. Meðalveiði áranna 1974 til 2008 er 1121 lax. Minnst 1982 = 141 lax. Mest 1992 =2238 laxar.

Hafðu samband

Tölvupóstur: [email protected]
Sími: 897 3443

Facebook