Project Description

Hólsá-Þverá

Fjöldi stanga: 6
Leyfilegt agn: Fluga, spúnn og maðkur.
Veiðitímabil: 10. júní – 30. sept.
Daglegur veiðitími: 7-13 og 16-22, eða 15-21
Hólsá, sem hét Djúpá til forna, er nær vestast í Rangárvallasýslu, og er u.þ.b. 20 km. löng frá sjó upp að ármótum Eystri-Rangár og Þverár í Fljótshlíð. Austan hennar eru Landeyjar, en Holtahreppur (Þykkvibær) að vestan.
Hólsá telst bergvatnsá, sem áður var ólgandi jökulflaumur, þegar Markarfljót rann í Þverá, sem nú er búið að hefta. Sæmilegur vegur liggur austan með ánni eða í nánd við hana, svo auðvelt er að komast að veiðistöðum, nema niðrí ós. Jeppa færi er um sandana við ósinn. Í Hólsá er sjóbirtingur og bleikja af öllum stærðum og laxinn er ekki langt undan á leið sinni í Rangárnar.
Hólsá er sameiginlegt útrennsli Rangánna, austan við Þykkvabæ. Eystri-Rangá og Þverá renna saman hjá Móeiðarhvoli en sameinast Ytri-Rangá hjá Bjóluhverfi og heita síðan Hólsá. Sumir telja að Hólsá hafi heitið Djúpá til forna. Á síðari hluta 19. aldar jókst mjög ágangur þessara vatna á Landeyjar, Þykkvabæ og Safamýri. Horfði til landauðnar af þeim sökum. Með óhemju fyrirhöfn tókst að hlaða þar fyrir ósa uns Djúpós var einn eftir en um hann rann meginvatnið, fyrir ofan Safamýri og vestur í Þjórsá. Tókst Þykkbæingum að hlaða fyrir ósinn árið 1923 og nutu þeir til þess nokkurs ríkisstyrks. Þar liggur nú akvegur. En þegar farvegir þornuðu hófst sandfok úr þeim svo að gera þurfti mikið átak til sandgræðslu. Fyrirhleðslan í Djúpós var fádæma þrekvirki á þessum tíma, þegar fáar eða engar vinnuvélar voru til í landinu
KAUPA VEIÐILEYFI Í HÓLSÁ

Veiðihús

Glæsilegt nýtt veiðihús er staðsett við Ármót. Húsið er búið sex tveggja manna herbergjum með sér salerni og baði. Í húsinu er stórt sameiginlegt rými með útsýni yfir veiðisvæðið, góðu fullbúnu eldhúsi og þvottavél og þurrkara.

Hafðu samband

Tölvupóstur: info@veida.is
Sími: 897 3443

Facebook