Jæja, þá er veiðivertíðinni 2014 formlega lokið og niðurtalning fyrir vertíðina 2015 hafin. Að venju þá leggjast margir veiðimenn í smá dvala núna sem þeir vakna úr, um og uppúr áramótum. Svona fyrir okkur hina sem dveljum allt árið með hugann við veiðina, þá eru einungis 158 dagar í 1. apríl, formlega opnun næstu vertíðar. Vertíðin sem var að ljúka var um margt sérstök; silungsveiðin í apríl og maí var stundum alveg mögnuð, laxveiðin víða vonbrigði og haustveiðin hvorki né þó nokkrar ár hafi átt fína spretti.
Þessi laxveiðivertíð skilaði um 32.500 löxum. Ytri Rangá var með 3.063 af þessum löxum eða um 9,5% af heildarveiðinni á Íslandi. Í 7 aflahæstu ánum veiddust um 12.400 laxar eða um 38% af heildarveiði sumarsins. Hægt er að sjá veiðitölur fyrir margar af helstu laxveiðiám landsins í töflunni hér að neðan.
Fyrir þá sem eru farnir að huga að næstu veiðivertíð, þá eru fyrstu sjóbirtingsleyfin komin inná veiða.is og næstu dögum og vikum mun þeim fjölga. Fyrir þá sem vilja aðstoð við að leita af leyfum eða tillögur, hvort sem er fyrir einstaka veiðimenn eða stærri hópa, þá má senda póst á [email protected]
Veiðivatn | Veiði 2014 | Stangafjöldi | Lokatölur 2013 |
Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki. | Lokatölur 3063 | 20 | 5461 |
Eystri-Rangá | Lokatölur 2529 | 18 | 4797 |
Blanda | Lokatölur 1931 | 14 | 2611 |
Miðfjarðará | Lokatölur 1694 | 10 | 3667 |
Þverá + Kjarará | Lokatölur 1195 | 14 | 3373 |
Laxá á Ásum | Lokatölur 1006 | 2 | 1062 |
Selá í Vopnafirði | Lokatölur 1004 | 7 | 1664 |
Norðurá | Lokatölur 924 | 15 | 3351 |
Stóra-Laxá | Lokatölur 882 | 10 | 1776 |
Laxá í Aðaldal | Lokatölur 849 | 18 | 1009 |
Haffjarðará | Lokatölur 821 | 6 | 2158 |
Vatnsdalsá í Húnaþingi | Lokatölur 765 | 7 | 1116 |
Víðidalsá | Lokatölur 692 | 8 | 909 |
Hofsá og Sunnudalsá. | Lokatölur 657 | 7 | 1160 |
Laxá í Kjós | Lokatölur 605 | 8 | 1281 |
Langá | Lokatölur 595 | 12 | 2815 |
Grímsá og Tunguá | Lokatölur 516 | 8 | 1645 |
Ormarsá | Lokatölur 502 | 4 | 437 |
Hítará | Lokatölur 480 | 8 | 1145 |
Elliðaárnar. | Lokatölur 457 | 4 | 1145 |
Laxá í Leirársveit | Lokatölur 405 | 7 | 1006 |
Svalbarðsá | Lokatölur 403 | 3 | 306 |
Affall í Landeyjum. | Lokatölur 386 | 4 | 795 |
Flókadalsá, Borgarf. | Lokatölur 343 | 3 | 937 |
Straumfjarðará | Lokatölur 316 | 4 | 785 |
Leirvogsá | Lokatölur 313 | 2 | 603 |
Jökla, (Jökulsá á Dal). | Lokatölur 306 | 6 | 385 |
Svartá í Húnavatnssýslu | Lokatölur 293 | 4 | 366 |
Fnjóská | Lokatölur 292 | 8 | 405 |
Breiðdalsá | Lokatölur 290 | 6 | 305 |
Skjálfandafljót, neðri hluti | 290 | 6 | 499 |
Hrútafjarðará og Síká | Lokatölur 280 | 3 | 702 |
Norðlingafljót | 258 | 6 | 541 |
Búðardalsá | Lokatölur 247 | 2 | 435 |
Miðá í Dölum. | Lokatölur 225 | 3 | 700 |
Laxá í Dölum | Lokatölur 216 | 6 | 710 |
Haukadalsá | 183 | 5 | 502 |
Brennan (Í Hvítá) | 181 | 3 | 376 |
Gljúfurá í Borgarfirði | Lokatölur 167 | 3 | 569 |
Þverá í Fljótshlíð. | Lokatölur 166 | 4 | 307 |
Fljótaá | 141 | 4 | 255 |
Krossá á Skarðsströnd. | Lokatölur 115 | 2 | 226 |
Ölfusá | 112 | 6 | 342 |
Andakílsá, Lax. | Lokatölur 109 | 347 | |
Álftá | Lokatölur 109 | 2 | 654 |
Straumarnir (Í Hvítá) | 96 | 2 | Lokatölur vantar |
Kerlingardalsá, Vatnsá | 90 | 2 | 228 |