Við sögðum í vikunni frá fínum gangi í ölfusánni. Um 25 laxar voru komnir á land og stærsti dagurinn til þess tíma var 9 laxa dagur. Dagurinn í gær toppaði það heldur betur en þá komu 17 laxa á land á svæðinu. Flestir laxana voru á bilinu 2,2 – 2,5 kg. Sá stærsti í gær var 4,9kg., 78cm Hrygna. Þessi veiði samræmist því sem heyrist af ofar á svæðinu en góð veiði er í Langholti, Hallanda, Iðunni og víðar. Kröftugar göngur nú í byrjun júlí gefa góð fyrirheit fyrir sumarið. Framundan er sá straumur sem almennt skilar stærstu göngunum uppí árnar.
Við minnum á lausa daga í Gufuá á næstunni – stangardagurinn á 17.500 – 20.000