Á morgun opna vötnin. Kannski ekki öll. Sum eru þegar opin og önnur, þar á meðal hálendisvötnin, opna síðar. En þegar halda skal til veiða er ekki nóg að pakka veiðidótinu í bílinn, drífa sig að vatninu og byrja að kasta. Það er nauðsynlegt að undirbúa sig vel og hafa í huga í hvaða vatn er verið að fara, hver árstíminn er, hvert hitastigið er, hvað fiskur er í vatninu og fleira og fleira.
. Einnig er gott að nýta tímann vel, þegar ekki er staðið á bakkanum, til að lesa sig til og hlusta eftir reynslu annarra. Í fréttabréfi veiða.is hefur Kristján hjá Flugur og Skröksögur verið óspar að miðla af sínum viskubrunni. Það sem hann hefur hingað til ráðlagt með og fjallað um er æti silungsins, val á flugum og vatnaveiði á grynningum. Í næstu fréttabréfum mun hann m.a. fjalla um Vatnaveiði undir bökkum, vatnaveiði í dýpi, Vatnaveiði á töngum og vatnaveiði á móti vindi.
Ég hvet alla sem ekki eru búnir að gerast áskrifendur að fréttabréfinu, að skrá sig á póstlistann, það kostar ekkert. Það er hægt að gera hérna hægra megin á síðunni.
Veiða.is mun fylgast vel með veiðinni í þeim vötnum sem opna nú í byrjun maí og birta af því fréttir hér á síðunni.
Góða skemmtun í vötnunum.