Það eru einungis um 20 dagar í að veiðivertíðin 2014 hefjist formlega og þegar viðrar jafn vel og í dag, hér á suð-vesturhorni landsins, er ekki laust við að gamall veiðifiðringur geri vart við sig aftur. Þó svo að margir séu búnir að tryggja sér sinn fyrsta veiðitúr þetta árið, nú í apríl, eru aðrir sem haga seglum eftir veðri. Fyrir þá viljum við benda á Brúará, Hólaá og Eldvatn í Meðallandi.

Eldvatn í Meðallandi er eitt af betri sjóbirtingssvæðum landsins. Svæðið er veitt með 5-6 stöngum og fylgir gisting í mjög góðu veiðihúsi, með leyfunum. Nú í apríl eru stakar stangir seldar í völdum hollum. Stangardagurinn er á kr. 16.500. Hér má sjá myndband frá opnun svæðisins vorið 2012.

Brúará þekkja margir veiðimenn en Spóastaðasvæðið er selt hér á veiða.is. Stangardagurinn er á kr. 2.700 í apríl og maí. Það er bleikja og urriði á svæðinu allt tímabilið og hægt er að gera flotta veiði í apríl. Hér má lesa frétt frá opnuninni í fyrra og hér er frétt frá öðrum degi, seinna í apríl.

Hólaá er einnig á suðurlandi, aðeins fyrir ofan Brúará. Áin tengir saman Laugarvatn og Apavatn áður en hún rennur útí Brúará. Veiðin getur oft verið mjög góð í apríl og maí á þessu svæði.

Fyrir þá sem ekki eru búnir að græja veiðidótið sitt, er komið að því núna. Gefið ykkur tíma og yfirfarið allar græjurnar. Ef eitthvað vantar, þá gætuð þið efalaust fundið það í veiðibúð veiða.is

[email protected]