Veiðin fer vel af stað í Norðurá nú í morgun. Fyrsti laxinn kom á land rétt eftir kl. 7 og um hálf átta náði Bjarni Benediktsson einni 79cm, grálúsugri, hrygnu á Brotinu. Nú um kl. 11 voru 4 laxar komnir á land og amk. 3 aðrir höfðu náð að losa sig frá veiðimönnum. Í samtali við veiða.is sagði Einar Sigfússon að laxinn kæmi gríðarlega vel haldinn úr sjó og  veit það á gott fyrir sumarið. Það er einnig að frétta að Einar hefur framlengt samstarf sitt við Veiðifélag Norðurár til næstu tveggja ára.

Fyrsti laxinn er einnig kominn á land í Blöndu. Um var að ræða 77 cm hrygnu sem tók túpuna Frigga, á Breiðunni.

 

[email protected]