All margar veiðiár opna nú í vikunni en í gær opnuðu ár eins og Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit, Elliðaárnar og Laxá í Aðaldal. Um helgina opnuðu ár eins og Haffjarðará, Hítará og Fnjóská. Dæmi um á sem opnar í dag er Búðardalsá sem skráð er hér á vefinn.

Veiðin hefur víðast hvar farið vel af stað. Í Kjósinni komu 11 laxar á land fyrsta daginn, mest 1. árs vel haldinn fiskur. Gott vatn er í ánni og var fiskur að koma á land á öllum svæðum. Elliðarárnar opnuðu með glans eins og víða hefur komið fram og í Leirarsveitinni komu 12 laxar á land sem telst mjög góð opnun á þeim slóðum. Inná angling.is er tekin saman heildarveiði í ýmsum ám og í dag má m.a. sjá að Norðurá er komin í 124 laxa frá opnun, Blanda er komin í 87 laxa, Brennan í 47 laxa og Þverá/Kjarrá í 40 laxa.
Ætíð eru menn spenntir fyrir opnunum ánna og dagar á þeim tíma seljast yfirleitt vel. Ljóst er þó að ein og ein stöng er laus í flestum ám og því um að gera fyrir áhugasama veiðimenn að senda fyrirspurn á [email protected] ef þeir vilja reyna að komast í veiði næstu daga.