Bíldsfellslandið í Soginu er þekkt bleikjusvæði. Veiðin í vor hefur s.s. ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir en þó hafa nokkrir gert flotta veiði þar á síðustu dögum. Einn þeirra er Atli Bergmann en hann kíkti í Sogið í tvígang með um viku millibili. Samtals veiddi hann 15 flottar bleikjur í þessum tveimur veiðiferðum.

 

Í fyrra skiptið náði hann 7 bolta bleikjum og þeir félagar níu bleikjum samtals. Í seinna skiptið náði hann 8 bleikjum. Bleikjurnar voru allar stórar og þær stærstu voru alvöru kusur, tæplega 2,5 kg. Hér til hliðar er Atli með bleikjurnar úr seinni túrnum.

Atli gerði það ekki eingöngu gott í Soginu á síðustu dögum heldur náði hann einnig stærsta urriða sem hann hefur veidd í Elliðaánum. Mældist 59 cm. Silungsveiðitímbilinu í Elliðaánum lýkur 15. júní.

[email protected]