Enn virðast skilyrðin vera þannig í Þingvallavatni að urriðinn heldur sig nærri landi enda sumarið vart komið svo heitið getur og hitastig vatnsins ekki hátt. Hér á myndinni til hliðar er Hrafn Ágústsson með bolta urriða sem hann veiddi í Þingvallavatni nú í vikunni. Þessi hrygna var mæld 87 cm, 51 cm í ummál sem má telja rétt um 17 pundin. Glæsilegur fiskur. Hrygnan fékk að sjálfsögðu að fara aftur útí vatnið eftir smá fyrirsætustörf.
Hrafn er ekki ókunnugur urriðaveiðum eins og sjá má á þessu myndbroti sem hann gerði eftir veiðiferð norður í land í fyrrasumar.