Ársfundur Veiðimálastofnunar verður haldinn á Hótel Natura miðvikudaginn 20. mars og byrjar kl. 14. Eins og kemur fram á vef veiðimálastofnunar þá verður að þessu sinni “ staða laxins krufinn til mergjar. Hvað gerðist síðasta sumar og hvers er að vænta í sumar og á komandi árum? Fiskifræðingar Veiðimálastofnunar fara yfir málið.“

Á fundinum flytur einnig erindi norskur samstarfsmaður þeirra á veiðimálastofnun, Jens Christian Holst, fiskifræðingur. Hann hefur skoðað uppsjávarvistkerfi Norður Atlantshafsins og fiskistofna þar, kolmunna, síld, makríl og lax. Hann mun m.a. skoða „Hvernig er sveifla í stofnstærð þessara tegunda og hvað stýrir sveiflunum? Hvers er að vænta á komandi árum? Hvernig verður makrílveiðin, hvað með laxinn?“

Dagskrá fundarins er annars eftirfarandi:

14:00 Fundur settur
14:05 Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra
Svandís Svavarsdóttir
14:20 Yfirlit um starfsemi Veiðimálastofnunar.
Sigurður Guðjónsson
14:35 Staða íslenska laxins
Guðni Guðbergsson og Sigurður Már Einarsson
15:05 Kaffihlé
15:20 Staða vistkerfis og stofna uppsjávarfiska (kolmunni, síld, makríll og lax) í
Norður-Atlantshafi
„Effects of marine ecosystems status for regional long and short term trends in the size
and structure of the salmon runs around the northern Atlantic“
Jens Christian Holst
16:30 Fundarslit

Allt áhugafólk er velkomið.

[email protected]