Laxá og Brúará í Fljótshverfi er flott sjóbirtingssvæði í Skaftárhreppi. Veitt er með 2 stöngum á svæðinu og leyfilegt er að veiða á flugu, maðk og spún. Veiðileyfi á þetta flotta svæði má finna hér inni á veiða.is. Við fengum fréttir í gær frá veiðimanni sem var á svæðinu um helgina. Hann sagði okkur að mikið af smærri fiski væri í ánum en svo virtist sem enn sé lítið af þeim stóra á svæðinu.

Mikið og hreint vatn var í ánum þannig að góðar líkur eru á fínum göngum á næstu dögum. Veiðimaðurinn ákvað að taka einn af þeim birtingum sem hann sett í, þennan 2 punda hér að ofan. Þegar hann fór að handleika hann, hrökk út úr honum þetta seiði sem við sjáum hér einnig á myndinni. Svo virðist sem ekki skorti „fæði“ fyrir birtinginn á svæðinu.

Það eru lausir dagar á næstunni í Laxá og Brúará. Sendið póst á [email protected] eða hringið í síma 897 3443, til að fá frekari upplýsingar. Sjá einnig hérna.

[email protected]