Veiðin í Blöndu hefur verið fín undanfarnar vikur og hafa öll svæðin gefið fína veiði. Síðustu viku voru svæðin seld bæði í staka daga og stakar vaktir – veiðin hefur verið góð, ekki síst á efri svæðuðum – reynsluboltar, sem þekkja þau svæði vel, gerðu góða veiði.
Nú er staða Blöndulónsins sú að enn vantar um 25 cm í yfirfall og alveg óvíst hvenær lónið fer á yfirfall. Fram að þeim tíma, verður hægt að kaupa stakar vaktir og staka daga í Blöndu. Yfirleitt er reynt að selja allar stangir saman, inná hvert svæði fyrir sig en hægt er að skoða aðrar útfærslur einnig.
Sendið póst á [email protected] fyrir nánari upplysingar.