Veiðitímabilið hefur byrjað mjög vel nú í vor og gleðilegt að heyra næstum daglega skemmtilegar veiðifréttir úr vötnunum í kringum Reykjavík. Urriðaveislan í Þingvallvatni heldur áfram en nú er bleikjan einnig farin að veiðast. Ásgeir Ólafsson kíkti í Vatnskotið í gær, mætti um kl. 8 og fór um kl. 12. Hann náði þessum 5 flottu bleikjum. Fiskarnir tóku Peacock afbrigði. Þrír þeirra voru 2,5 pund og einn um 1,5 pund. Ásgeir segist nota intermediatelínu í maí og fram í Júní en þá skiptir hann í flotlínu. Ásgeir er s.s. ekki óvanur góðri veiði í Þingvallvatni, eins og sjá má hér.

Elliðavatn hefur einnig verið að gefa frábæra veiði síðustu 10 daga eða svo. Tveir veiðimenn sem hafa verið að veiða vel eru Arnar Tómas og Eiður Valdemarsson. Fiskana hér til hliðar veiddi Arnar í fyrradag í Elliðavatni. Fékk hann þá alla á svartar litlar púpur sem hann hnýtir sjálfur. Hér að neðan er svo Arnar með einn 6 punda sem hann fékk í vatninu í gær.

Eiður Valdemarsson þekkir vötnin í kringum Reykjavík mjög vel. Á föstdaginn ákvað hann að prófa þurrflugurveiði í Elliðavatni, sem hann hafði ekki gert í all mörg ár. Árangurinn var góður, mikið af tökum og nokkrir fiskar sem komu á land. Sjá nokkrar myndir hér að neðan.

{gallery}Ell{/gallery}

Það er kannski óþarfi að minnast á það, en Veiðikortið 2014 veitir þér aðgang að m.a. Elliðavatni, Þingvallavatni og Vífilsstaðarvatni. Kortið kostar aðeins kr. 6.900 og með það í vasanum getur þú veitt í allt sumar í þessum vötnum og 33 til viðbótar. Hér kaupur þú Veiðikortið.

[email protected]