Þó svo að smálaxinn sé ekki farinn að ganga af krafti í Breiðdalsá þá er bullandi veiði í ánni, að minnsta kosti í sjóbleikjunni niður í Ós. Heimir Sigurður Karlsson kíkti í stuttan tíma í ósinn á fjörunni í gær, ásamt fleirum. Þau settu í mikið af bleikju og náðu þessum 12 sem hér eru á myndinni. Allt voru þetta flottar bleikjur en sú stærsta var 58 cm.
Hægt er að fá upplýsingar um laus veiðileyfi á silungasvæði Breiðdalsár inná strengir.is.