Sjóbirtingstímabilið er komið á fullt og ágæt veiði í mörgum ám á suðurlandi. Eldvatn í Meðallandi er að gefa vel þessa dagana. Dagurinn í dag gaf 25 fiska og var sá stærsti 15 pund en honum náði Haukur Þórðarson. Hann má sjá hér að neðan. Við heyrðum einnig af veiðimanni sem kíkti við í Laxá og Brúará og hann náði 4 flottum birtingum. Svo er það þessi bolti hér til hliðar sem Ólafur Guðmundsson náði í tungufljótinu í gær. Hann reyndist vera 89cm langur og með ummál uppá 48cm. Það má áætla að þessi fiskur hafi verið vart undir 18 pundum.

Ólafur og félagi hans náðu samtals 11 birtingum á 3 vöktum. Flestir þeirra komu á land við Syðri-hólma.

{gallery}bir{/gallery}

Enn er hægt að ná sér í sjóbirtingsleyfi á þessum tímabili. Hér á veiða.is með m.a. finna leyfi í Eldvatnið, Laxá og Brúará og Brennu/Þverá. Sjá hérna.

[email protected]