Laxveiðivertíðin hefst á fimmtudaginn í næstu viku og að vonum eru veiðimenn fullir bjartsýni. Fréttir hafa borist af snemmgengnum löxum í fjölmörgum ár og því ágætar líkur á að júní mánuður skili góðri veiði. Bókanir hafa einnig gengið vel í flestar laxveiðiár og ekki mikið um glufur í veiðidagatalinu, framan af sumri. Þó var eitt Júní holl í Brennu í Borgarfirði að koma í sölu á veiða.is, vegna forfalla. Um er að ræða 11-13. júní. Eins og margir vita þá er Brennan við Ármót Þverár og Hvítár í Borgarfirði. Mikið af laxi fer þarna í gegn. Sjá nánar um Brennuna hérna. Áhugasamir um þetta holl sendi póst á [email protected].
{gallery}brennan{/gallery}