Nú fjölgar hægt og rólega leyfunum hér inni á vefnum. Nú voru að koma inn sjóbirtingsdagar í Brennu, dagar frá 11-30. september. Á þessum tíma er veiðisvæði Brennu frá Kaðalsstaðahyl og niður á hefðbundið veiðisvæði Brennu. Fjórar stangir eru seldar saman í pakka, en þeim pakka fylgir heimild til að veiða á allt að 5 stangir. Leyfilegt agn er fluga og spúnn. Verð á stöng er kr. 16.700 og kostar dagurinn því kr. 66.800. Veiðimönnum er heimil afnot af veiðihúsum við Brennu á meðan veiðitíma stendur. Hér eru laus holl á sjóbirtingstímanum í Brennu.

Einnig er nokkrir dagar enn lausir á laxatímanum í Brennu og Straumum. Sendið póst.