Í hugum veiðimanna er Þingvallavatn ein af veiðiperlum landsins. Margir veiðimenn eyða miklum tíma þar á sumrin, alveg frá opnun vatnsins í byrjun maí, þar til það lokar í september. Veiðitíminn í Þjóðgarðinum hefur verið frjáls og Sumarnóttin hefur verið vinsæll tími. En nú hefur Þingvallanefnd ákveðið að takmarka veiðitímann.
Þingvallanefnd ákvað í janúar að takmarka veiðitímann. Hann verður í sumar frá kl. 05:00 – 23:30. Ennfremur hækkar daggjaldið úr 1.500 kr. í 2.000 kr. Engin sérstakur rökstuðningur er fyrir ákvörðunina í fundargerð en haft var eftir Álfheiði Ingadóttir formanni nefndarinnar inná vísi.is að „Það fer ekki alltaf vel saman; fjölskyldulíf í tjaldbúðum og glaðir veiðimenn fram á nótt,“.
Það er klárt mál að það eru margir veiðimenn sem verða ósáttir við þessa breytingu á veiðitíma. Ýmsir hafa haft það fyrir venju að kíkja í vatnið eftir kvöldmat og veiða fram yfir miðnætti, til 1 eða 2 og keyra þá til baka í bæinn. Miðnæturtíminn við vatnið er töfratími.