Breytingar verða á fyrirkomulagi sölu veiðileyfa í Laxá á Ásum frá og með veiðitímabilinu 2017. Núverandi leigutaki, Salmontails, mun þá hætta með ána og sambærilegt fyrirkomulag og er nú við líði í Norðurá verður tekið upp. Sturla Birgisson, matreiðslumeistari og veiðimaður mun sjá um sölu veiðileyfa, markaðssetningu og rekstur veiðihússins. Ýmsar aðrar breytingar eru á dagskránni, eins og lesa má hér í fréttatilkynningu sem veiðifélagið sendi frá sér.
Mynd: Sturla Birgisson ásamt stjórn Veiðifélags Laxár á Ásum, Páll Á. Jónsson, Yngvi Óttarsson og Oddur Hjaltason