Veiða.is var á ferð við Brúará í landi Spóastaða í dag. Við það tækifæri glugguðum við eilítið í veiðibókina í húsinu við ánna. Veiði hófst þann 1. apríl í Brúará og fyrstu dagana voru allar 8 stangirnar vel nýttar. Eftir páska hefur nýtingin verið dræmari og margir dagar komið þar sem enginn hefur verið við ánna. Í morgun var búið að skrá tæplega 20 bleikjur í veiðibókina. Síðasti fiskur var bókaður þann 22. apríl og í dag, í rigningunni, sást enginn veiðimaður við ánna.

Veiðimönnum ber ekki alveg saman um hvaða mánuður er bestur í Brúará, menn eru jú stundum að leita að ólíkri upplifun. Maí og Júní hafa oft verið gjöfulir í bleikjunni og en svo þegar líður á júlí og kemur fram í ágúst þá fer laxinn að láta sjá sig í ánni og þeim tíma bíða margir veiðimenn eftir.

Hér á síðunni er hægt að lesa sér til um Brúará.
Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru við Brúará í dag.