Við sögðum í gær frá opnun Brúarár í Bláskógabyggð fyrir landi Spóastaða. Þegar við vorum á ferðinni í gær um hádegisbil voru um 20 bleikjur og einn sjóbirtingur kominn á land. Veðrið var með eindæmum gott í gær, hlýtt og stillt veður framan af degi. Lokatalan í gær var 25 bleikjur og einn birtingur.
Veiðin í dag var áfram góð. Veiðimenn sem voru í ánni í dag náðu 15 fallegum bleikjum. Byrjunin í ár er því með því besta sem menn muna eftir. 41 fiskur komin á land. Áin er hlýrri þessa dagana en venjan er á þessum árstíma og er það klárlega ein aðal ástæða góðrar veiði. Áfram verður hlýtt á suðurlandi næstu 2 til 3 daga en undir helgi fer svo aftur að kólna.
Við munum áfram fylgjast grannt með veiðinni í Brúará. Kíkið á lausa daga hérna.