Ritstjóri Veiða.is var á ferðinni við Brúará í gær og var svo heppinn að hitta á einn af reynsluboltunum við ána, Halldór Magnússon, sem var þar við veiðar með syni sínum. Fjölskylda Halldórs á bústað við ána og hefur Halldór nýtt tækifærið og lært vel á ána. Hann veiðir að mestu leyti á sínar eigin flugur, sem hann hnýtir m.a. til að herma eftir lífríki árinnar. Við hittum á Halldór Við brúna, rétt eftir hádegi, en þá var hann búinn að vera við veiðar í eftir hluta árinnar frá því um morguninn.

Þeir feðgar höfðu náð 5 fiskum áður en við hittum á þá, nokkrum sjóbleikjum en einnig flottum urriða. Þann stutta tíma sem þeir stöldruðu við, við eyrina fyrir ofan brú, náðu þeir 2 bleikjum til viðbótar. Halldór tók sýni úr maga annarar bleikjunnar og sýndi okkur og það sem þar var að finna. Þegar það er borið saman við flugurnar í boxinu hans Halldórs, má finna margar samlíkingar. Halldór hefur veitt vel við Brúará í vor, m.a. náði hann yfir 10 fiskum um síðustu helgi. Hér að neðan er nokkrar myndir frá Brúará í gær.

{gallery}bruara3{/gallery}

[email protected]