Skálholtssvæðið í Brúará kom í sölu til okkar í vor. Um er að ræða svæðið sem nær frá Spóastaðasvæðinu að neðanverðu og niður undir ármótin við Hvítá. Svæðið er fjölbreytt og nokkuð stórt. Almenn ástundun hefur ekki verið mikil síðustu árin en nú í ár fá veiðimenn að kynnast þessu flotta svæði.
Aðgengi að svæðinu er ágætt, en þó þurfa veiðimenn að ganga nokkuð til að komast yfir svæðið. Ofarlega á svæðinu má finna nokkra hveri, – bæði á bökkum árinnar en einnig útí miðri ánni. Veiði á því svæði hefur verið góð undanfarna daga og hafa veiðimenn verið að fá fiska við Hveraskott, Hverahólma og Litlahver.
Hér eru nokkrar flottar myndir sem Benedikt Hálfdánarson tóka á dögunum
 
			
					 
													


 
				 
				 
				 
				 
				