Hólaá rennur úr Laugarvatn, yfir í Apavatn og þaðan í Brúará. Hólaá er mjög góð bleikju og urriðaá og allt agn er leyfilegt, fluga/maðkur/spúnn. Bleikjan er alls ráðandi yfir sumarið í ánni en urriðinn yfirleitt sterkur á vorin og haustin. Úteyjar svæðið í Hólaá er efsta svæðið í ánni, nær frá laugarvatni á suður/vesturbakka árinnar. Úteyjar svæðið er klárlega eitt albesta bleikjusvæði á suðurlandi.

Veiðin á þessu svæði er oft ævintýralega góð og ekki óalgengt að vanir veiðimenn setji í á bilinu 20-30 bleikjur á einum dagparti, yfir bestu mánuðina sem eru frá byrjun júní og inní lok ágúst. Besta leiðin til að ná á bleikjunni er að veiða andstreymis með litlum púpum. Mikið æti kemur úr Laugarvatni og þurfa veiðimenn að reyna að finna púpur sem líkjast hvað mest því æti sem bleikjan er í, hverju sinni.

Veiðimenn sem kaupa leyfi í Hólaá fyrir landi Úteyjar, mega einnig veiða í hluta Laugarvatns.

Þegar veiðimenn mæta til veiða, skal fyrst stoppa á bænum og tala við ábúendur til að fá upplýsingar um númer á hliði sem þarf að fara um, til að komast niður að vatni. Að loknum veiðidegi er mikilvægt að skila inn veiðitölum.

Hérna má finna veiðileyfi í Hólaá við Útey – dagstöngin kostar kr. 6.000

Sjálfsagt er að hafa samband við okkur hjá veiða.is, til að fá upplýsingar um veiðina í Hólaá, hvernig er best að standa að veiði og hvar bestu staðirnir eru.