Við höfum fylgst vel með Brúará fyrir landi Spóastaða frá því að hún opnaði í byrjun apríl – fyrstu 2 dagana var metveiði í ánni miðað við árstíma en eftir að tók að kólna og síðan snjóa örlítið undir lok síðustu viku, þá minnkaði veiðin. Nú liggur fyrir hvað veiddist fyrstu vikuna.
Samtals hafa 50 fiskar verið skráðir í veiðibókina að Spóastöðum og ef að líkum lætur þá eru þeir nú aðeins fleiri en það sem hafa komið á land. Ef þeim 50 fiskum sem bókaðir hafa verið eru 48 bleikjur og tveir urriðar.