Nú eru einungis rúmir 20 dagar þar til veiðivertíðin hefst og margir sem bíða spenntir. Þeir sem hafa haft hug á því að „skjótast“ í einhverja veiði um mánaðarmótin verða aldeilis að fara að gera ráðstafanir því lausum dögum fer fækkandi. Það er ýmsir sem hafa haft það fyrir vana að renna í Brúaránna, svona eftir þvi hvernig viðrar, en skv. þeim á Spóastöðum þá fer stöngunum fækkandi sem eru lausar í byrjun apríl. Fyrsti og annar apríl eru farnir og Skírdagur einnig. Nokkrar lausar stangir eru eftir aðrar daga í byrjun apríl. Nú er bara að fara að ákveða sig, fyrir þá sem hafa verið tvístígandi, hvort það á að skella sér í Brúaránna til að ná úr sér hrollinum.