Við sögðum frá veiðitölum í Brúará fyrir helgi en um 160 bleikjur höfðu verið skráðar í bókina á þeim tímapunkti. Við höfðum hinsvegar ekki neinar fregnir af laxveiði í ánni en nú höfum við fengið staðfestingu á að fyrstu laxarnir eru komnir á land.
Fyrsti laxinn sem kom á land í Brúará kom veiddist líklega 13. júlí, á Finnska Lippu í Hrafnaklettunum. Lax númer tvö sem við vitum af veiddist svo nú um helgina á flugu. Hann var 5 pund. Við hvetjum alla sem heyra af laxveiði í Brúará til að senda okkur línu á [email protected]