Veiðin í Brúará fyrir landi Spóastaða hefur byrjað ágætlega nú í apríl. Það hafa komið fínir dagar inná milli. Oft snýst árangurinn um hitta á rétta flugu handa bleikjunni. Veiðimaður sem var við veiðar um helgina hafði prófað nokkra flugur við lítinn árangur, þar til að dró upp flugu sem Júlli í Flugukofanum hafði gaukað að honum fyrir ferðina. Þessi fluga gaf honum 4 bleikjur í beit, áður en hann tapaði henni. Þessa flugu má sjá hér til hliðar og að neðan. Það er spurning hvort að allir þeir sem eru á leið í Brúará, þurfi ekki að hafa eitt eða tvö eintök af þessari flugu með sér.
{gallery}bruararfluga{/gallery}