Veiðin í Brúará fyrir landi Spóastaða er öll að koma til og virðist töluvert vera af bleikju í ánni. Veiðimenn sem voru við ána um helgina náðu um 20 bleikjum/fiskum víðsvegar um ána en þú mest í Kerlingavík, við Hrafnakletta, fossinn og svo náðu þeir 2 bleikjum á Breiðabakka. Sögðu þessir veiðimenn að mikið líf hafið verið á ýmsum stöðum við ána. Fram undan er tími sjóbleikjunnar og hérna má sjá lausar stangir. Fyrir þá sem eru að hugsa um að kíkja á svæðið í fyrsta skipti, þá er um að gera að kynna sér þessa veiðisvæðalýsingu.